Jafnréttisstefna

Stefnan er að allt starfsfólk njóti sín og sé metið á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og sömu réttindi í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri og uppruna. Jafnréttisáætlun þessi gildir fyrir Prentmet Odda ehf.sem sameiginlegan vinnustað, óháð starfsstöð, samanber 18. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (jafnréttislög). Hún kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Prentmet Odda þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum. Jafnréttisstefnuna skal endurskoða á þriggja ára fresti. Framkvæmdastjórar bera ábyrgð á jafnréttisstefnu. Stjórnendur og starfsfólk bera sameiginlega  ábyrgð á því að fylgja jafnréttisstefnunni.

Jafnréttisáætlun

Það er markmið Prentmet Odda að tryggja samþættingu jafnréttissjónarmiða í allri starfsemi fyrirtækisins og hlúa að margbreytileika í mannauði þannig að allt starfsfólk fái notið sín í starfi og hafi sömu tækifæri til starfsþróunar óháð kyni. Í áætluninni er talað um starfsfólk og er þá átt við allt starfsfólk óháð kyni.

Jafnréttisáætlunin veitir yfirsýn yfir starfsumhverfi og helstu réttindi og skyldur er lúta að jafnréttismálum og er ætlað að stuðla að gagnkvæmum skilningi um jafnréttismál.

Kaup og kjör

Konur og körlum sé greidd jöfn laun og búa við sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Flest starfsfólk þiggur laun eftir almennum kjarasamningum þar sem ekki kemur fram launamunur milli kynja. Mikilvægt er að halda nákvæmri vöktun með laun starfsfólks til þess að forðast það að það sé kynbundin launamunur.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Mælikvarði á árangur
Karlar og konur fái greidd sömu laun og njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt störf Árleg greining á launa- og kjarajafnrétti og tölfræðileg samantekt Framkvæmdastjórar Launagreining liggi fyrir 1. október ár hvert

Ráðningar

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum. Halda skal sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í mismunandi störfum innan fyrirtækisins. Þegar ráðið er í ný störf skal m.a. tekið tillit til kynjahlutfalls þannig að ekki halli á annað kynið.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Mælikvarði á árangur
Jöfn staða og tækifæri einstaklinga óháð kynferði þegar kemur að ráðningum Tekið er tillit til kynjahlutfalls  við ráðningar ef það er ójafnt ef um jafnhæfa einstaklinga er að ræða Framkvæmdastjóri mannauðsmála Tölur um kynjaföll í ráðningum
Ókynbundnar auglýsingar á störfum og settar fram miðað við hæfnis- og starfslýsingar Framkvæmdastjóri mannauðsmála Tölur um kynjaföll í ráðningum

Laus störf og hindrun flokkunar í kvenna- og karlastörf

Stefnt er að jöfnu kynjahlutfalli meðal starfsfólks og að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstök karla- eða kvennastörf.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Mælikvarði á árangur
Góð yfirsýn stjórnenda á kynjahlutföllum eftir starfsgreinum Samantekt á kynjahlutfalli allra hópa. Framkvæmdastjóri mannauðsmála September ár hvert
Jöfn staða og tækifæri einstaklinga óháð kynferði þegar kemur að ráðingu í stjórnunarstöðu.

Fulltúar af báðum kynjum komi fram fyrir fyrirtækið eins og kostur er.

 

 

Tekið er tillit til kynjahlutfalls stjórnenda við ráðningar ef það er ójafnt ef um jafnhæfa einstaklinga er að ræða

Fulltrúar af báðum kynjum nýti tækifærið og komi fram í fjölmiðlum og kynni fyrirtækið.

Framkvæmdastjóri mannauðsmála

 

 

 

 

Framkvæmdastjórar

Tölur um kynjaföll í ráðningum

 

Í nóvember ár hvert farið yfir fjölmiðlaumfjöllun ársins.

 

Starfsþjálfun, sí-  og endurmenntun, fræðsla og starfsþróun

Konur og karlar eiga jafna möguleika á lausum störfum, þátttöku í starfshópum og nefndum, starfsþjálfun, símenntun og endurmenntun.Starfsþjálfun og endurmenntun stendur báðum kynjum jafnt til boða þannig að enginn formlegur munur er. Vöktun er hins vegar nauðsynleg til að leiða í ljós hvort grípa þurfi til sértækra aðgerða.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Mælikvarði á árangur
Jöfn staða og tækifæri starfsfólks óháð kynferði varðandi starfsþjálfun, sí- og endurmenntun, fræðslu og starfsþróun Stjórnendur greina fræðsluþarfir.

Allt starfsfólk  er hvatt til þess að vera í stöðugri símenntun þá bæði með því að fá aukna þjálfun og færni á vinnustaðnum ásamt því að fara á námskeið.

Prentmet Oddaskólinn er stöðugt að miðla þekkingu á milli manna og stendur öllum fastráðnu starfsfólki opinn.

Framkvæmdastjóri mannauðsmála

Deildastjórar

 

Mæling á viðhorfi starfsfólks til fræðslu og endurmenntunar í árlegri viðhorfskönnun sem framkvæmd er fyrir 1. maí.

Samræming vinnu og einkalífs

Lagt er áherslu á að starfsfólk geti samræmt starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.  Stjórnendum ber að styðja við starfsfólk þegar það kemur til vinnu eftir foreldra- og fæðingarorlof eða fjarveru vegna fjölskylduaðstæðna. Foreldrar eru hvattir til þess að skipta með sér fjarvistum vegna veikinda barna.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Mælikvarði á árangur
Jöfn staða og tækifæri starfsfólks, óháð kynferði, þegar kemur að fjarveru af fjölskylduástæðum Starfsfólk  er hvat til nýtingar fæðingarorlofsréttar.

Starfsfólk er upplýst meðan á leyfi stendur um viðburði og fundi til þess að auðvelda endurkomu.

Starfsfólk er upplýst varðandi skyldur gagnvart fjölskyldu s.s. leyfi vegna veikinda barna o.s. frv.

Framkvæmda-stjóri mannauðsmála Upplýsingar um fjölda starfsfólks  sem fara í fæðingarorlof

Upplýsingar um hlutfall starfsfólks sem snýr til baka í fullt starf, hlutastarf eða lætur af störfum

 

Kynbundið ofbeldi / kynferðislega áreitni / einelti

Prentmet Oddi er með áætlun um einelti, kynbundið ofbeldi,kynferðislega áreitni og allt ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, einelti og allt ofbeldi skal ekki liðið hjá Prentmet Odda. Í mannauðskerfi fyrirtækisins er að finna upplýsingasíðu um kynbundið ofbeldi, kynferðillega áreitni, einelti og leiðbeiningar fyrir starfsmenn. Auk þess er eineltisteymi til staðar sem skipað er trúnaðarmönnum starfsmanna, öryggisverði, deildastjórum stærstu deilda og framkvæmdastjóri mannauðsmála er forsvarsmaður teymis.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Mælikvarði á árangur
Allt starfsfólk viti að einelti, kynbundið ofbeldi,kynferðisleg áreinti og allt ofbeldi sé ekki liðið og áætlun um aðgerðir sé skýr. Áætlun til staðar sem er kynnt árlega fyrir starfsfólki.

Fræðsla um einelti. kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni, allt ofbeldi og fyrirbyggjandi aðferðir fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Tilkynningaferli og vinnureglur fyrirtækisins kynntar.

Framkvæmdastjóri mannauðmála

Eineltisteymi

 

Svör starfsmanna í viðhorfskönnun er varðar einelti, kynbundnu ofbeldi, kynferðislega áreitni og öllu ofbeldi.

 

Eftirfylgni og endurskoðun stefnu

Markmið Aðgerð Ábyrgð Endurskoðun
Jafnréttisstefnan skili tilætluðum árangri Viðhorfskönnun meðal starfsfólks framkvæmd árlega Framkvæmdastjóri mannauðsmála Lokið fyrir 1. maí þriðja hver ár.

Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.