Prentmet kaupir Prentsmiðjuna Odda 7. nóvember 2019. Nafn sameinaðs félags er Prentmet Oddi með aðsetur að Lynghálsi 1 og Höfðabakka 7 fyrst um sinn. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns.

Sameiginlegt félag býður upp á heildarlausnir í prentun þ.e. umbúðaframleiðslu, bókagerð og alla almenna prentun.

Saga Prentmet

1992 – Staðsett á Suðurlandsbraut 50 í bláu húsinum í 100 fm. leiguhúsnæði. Tveir starfsmenn og aðeins boðið upp á forvinnslu.

1995 – Keypt fyrsta offsetprentvélin – (5-lita Man Roland).

1999 – Keypt 1.100 fm. húsnæði í Skeifunni 6

2002 – Flutt í 3800 fm eigin húsnæði að Lyngháls 1.

2003 – Kaup á umbúðaprentvél og vélum til umbúðaframleiðslu þ.e. prentvél, stans- og límingarvél.

2005 – Prentmetskólinn stofnaður

2008 – Vinnur til silfurverðlauna í einni virtustu keppni prentgripa í heiminum. 1.000 prentsmiðjur tóku þátt og Prentmet er fyrsta norræna prentsmiðjan sem vinnur til verðlauna síðastliðin 5 ár.

2008 – Efnahagshrunið: Farið í fjárhagslega endurskipulagningu, hagrætt og skorið niður í mannskap, sameinaðar deildir og byrjað að straumlínulaga reksturinn.

2011 – Svansvottað fyrirtæki.

2019 – Starfsmannafjöldi 100 manns

Kaup Prentmets á fyrirtækjum

1995 – GÓ prent
1995 – Prentverk Skapta Ólafssonar
2000 – Prentberg
2000 – Prentverk Akranes
2001 – Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar
2002 – Íslenska Prentsmiðjan
2003 – Félagsbókbandið Bókfell
2004 – Prentsmiðja Friðrik Jóelssonar
2005 – Prentsmiðjan Roði
2006 – Prentsmiðja Suðurlands / Dagskráin
2007 – Prentsmiðja Hafnarfjarðar
2018 – Eigendur Prentmet kaupa 50% hlut í Umbúðum & ráðgjöf
2018 – Prentlausnir
2019 – Prentsmiðjan Oddi