• Dagbók með almanaki er tilvalin í skipulagið og hentar einstaklega vel í heimilisbókhaldið. 12 síður eru sérstaklega ætlaðar í að halda utan um tekjur og gjöld mánaðanna. Dagbók með almanaki hefur skapað sér fastan sess hjá Íslendingum frá upphafi útgáfu árið 1938. Dagbókin er snyrtilega upp sett, gormuð í A5 stærð, með viku á hverri opnu og er gefin út með kápum í öllum regnbogans litum. Bókin inniheldur símaskrá, heimilisbókhald og mikið af minnisblöðum.
 • Dagatal Prentmet Odda 2021 er komið út. Að þessu sinni er þemað íslenskur iðnaður. Fyrir hvern mánuð er ein atvinnugrein og myndirnar sýna styrk íslensks atvinnulífs og fókusinn er á fólkið sem þar vinnur. Ljósmyndarinn Guðmundur Kárason sá um að mynda og það sem einkennir myndirnar er mikið, stollt, samstaða og hlýja. Öll íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar eiga kost á því að fá eitt frítt eintak og greiða fyrir póstburðargjaldið. Allir geta keypt það gegn vægu verði og fengið sent heim í pósti. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar í sala@prentmetoddi.is eða í síma 5 600 600 varðandi dagatölin, ef þú ert með fyrirtæki og óskar eftir fríu dagatali eða viðskiptavinur sem óskar eftir fleiru en einu dagatali.
  • Dagatal með helstu hátíðardögum.
  • Landakort af helstu bæjarfélögum.
  • Vegalengdir milli bæjarstaða.
  • Fánar og umferðarmerki.
  • Ásamt ýmsum öðrum fróðleiksmolum.
  Ath. Hægt er að sérmerkja bækurnar með nafni fyrirtækis og starfsmanns. Hafið samband á sala@prentmetoddi.is ef óskað er eftir sérmerkingu.

Go to Top