Auglýsingar birtast okkur hvar sem við erum. Við val á auglýsingu þarf að meta markhópinn og finna réttu nálgunina. Markpóstur er notaður til að ná til fjölda fólks á stórum svæðum með tiltölulega litlum kostnaði. Í fjölmiðlum berjast fyrirtæki um besta auglýsingatímann og eru þar í harðri samkeppni við aðrar auglýsingar. Fyrir þá sem vilja koma einföldum skilaboðum á framfæri án samkeppni við aðra auglýsendur er góð leið að senda markpóst.
Hvað er átt við með markpósti?
Markpóstur er auglýsing sem send er inn á heimili og/eða fyrirtæki á fyrirfram ákveðnum svæðum, bæjarfélögum eða póstnúmerum.
Hvernig markpóst get ég sent út?
Markpóstur getur verið jafn fjölbreyttur og hugmyndir hönnuðarins eru. Vinsæll markpóstur er t.d. einblöðungar og bæklingar sem dreift er inn á heimili og í fyrirtæki. Oft eru unnin stærri og flóknari ímyndarefni, vörulistar og umbúðir til sendingar til markhópa eða viðskiptavina. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir.
Hvernig geta umbúðir verið markpóstur?
Umbúðir bjóða upp á möguleika á að sýna grafík í þrívíðu formi. Auglýsingar snúast um að fanga athyglina og þegar henni hefur verið náð, að halda henni. Umbúðir sem markpóstur er því tilvalin leið að því markmiði.
Silkihúðaður pappír
100-350 gr.
Mattur pappír
100-350 gr.

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.