Ný bók um íslenska bókavinnslu – Prentmet Oddi leiðandi í sjálfbærri bókaprentun

7. október, 2025

Út er komin bókin Íslensk bókavinnsla sem Prentmet Oddi gefur út. Bókin fjallar um bókagerð og prentun sem órjúfanlegan hluta íslensks menningararfs og mikilvægi þess að viðhalda og efla bókagerð á Íslandi.

Prentmet Oddi hefur með öflugum vélakosti og reyndu starfsfólki skapað sér stöðu sem leiðandi aðili í bókaprentun á Íslandi. Fyrirtækið leggur áherslu á að þjóna íslenskum bókaútgefendum, menningarstofnunum og félagasamtökum með bókaprentun sem er sniðin að þörfum íslensks markaðar.

Með því að sameina hefðbundna bókagerð og nútímalegar tæknilausnir stuðlar Prentmet Oddi að skilvirkni, hagkvæmni og minni sóun í framleiðslu. Íslensk bókaprentun gerir kleift að prenta minni upplög og endurprenta fljótt eftir þörfum, sem minnkar umhverfisáhrif og styrkir sjálfbærni í bókaframleiðslu.

Framtíð bókaprentunar á Íslandi er björt með Prentmet Odda í fararbroddi, þar sem áhersla er lögð á gæði, þjónustu og vistvænar lausnir sem tryggja öflugan og sjálfbæran bókaiðnað til framtíðar.

Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Prentmet Odda nánar geta sent línu á sala@prentmetoddi.is eða hringt í 5 600 600 til að bóka kynningu og heimsókn.