Prentmet Oddi óskar eftir blaðamanni við Dagskrána, fréttablað Suðurlands í 100% starf á Selfossi.

Við leitum að drífandi, jákvæðum, forvitnum og hugmyndaríkum einstaklingi sem er óhræddur við að takast á við margvísleg og spennandi verkefni sem fylgja starfi blaðamanns.

Dagskráin, fréttablað Suðurlands, er rekin af Prentmet Odda á Selfossi. Dagskráin er prentuð í 5200 eintökum og er henni dreift á alla helstu þjónustustaði á Suðurlandi, ásamt því að fara í blaðakassa á Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrarbakka. Fréttavefurinn DFS.is er rekinn samhliða blaðinu.

Sveigjanlegur vinnutími í boði fyrir réttan aðila.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í seinni hluta ágústmánaðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Frétta- og efnisgerð fyrir Dagskrána og DFS.is
  • Ritstýra Dagskránni og DFS.is
  • Uppsetning/umbrot á Dagskránni
  • Auglýsingaöflun
  • Útkeyrsla á prentverkum
  • Annað tilfallandi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi (t.d. fjölmiðlafræði, sveinspróf í prentsmíði/grafískri miðlun)
  • Hafa brennandi áhuga á blaðamannastörfum og gott fréttanef
  • Gott vald á ljósmyndun (myndbandagerð er kostur)
  • Góð tölvu- og tækniþekking
  • Framúrskarandi færni í íslensku og gott vald á ensku
  • Góð skipulagshæfni

Fríðindi í starfi

  • Fartölva og farsími

 

Nánari upplýsingar um starfið veita framkvæmdastjóri mannauðsmála í isi@prentmetoddi.is,
s. 8 560 601 og útibústjórinn Prentmets Odda á Selfossi þ.e. brv@prentmetoddi.is, s. 8 560 656.

Vinsamlegast sækið um starfið á alfred.is.