Síðustu daga hefur Prentmet hefur boðið upp á eldvarnanámskeið fyrir starfsmenn sína. Námskeiðið var á vegum forvarna- og fræðsludeildar Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. Leiðbeinandi var Jón Pétursson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis. Á námskeiðinu fjallaði hann m.a. um fyrstu aðgerðir vegna aðsteðjandi hættu, forgangsröðun aðgerða, þróun elds og helstu gerðir elds, helstu ástæður eldsvoða, eldvarnir með reykskynjurum og slökkvitækjum og um viðbrögð við eldboði frá viðvörunarkerfum. Í framhaldi af námskeiðunum verður haldin brunaæfing í Prentmet. Meðfylgjandi mynd var tekin af Jóni þegar hann var að fara yfir tegundir slökkvitækja með starfsmönnum á námskeiðinu 12. mars.