Núna fyrir jólin framleiddi Prentmet nýtt spil fyrir fyrirtækið Drekafisk ehf. Þetta er eitt glæsilegasta spil sem hefur komið á markaðinn í mörg ár bæði hvað varðar hönnun, útlit og þá hugmyndafræði sem spilið gengur út á.
Spilið er hannað af fyrirtækinu Drekafiskur ehf en listamaðurinn sem hannar útlit spilsins er Pétur Atli Antonsson Crivello (paacart.blogspot.com).
Spilið er hannað á svipaðan hátt og margir af vinsælli tölvuleikjum samtímans. Þetta var gert til að bjóða unga fólkinu upp á krefjandi og spennandi spilaleiki og hvetja þau frekar til að spila spil en vera í tölvuleikjum. Spilið hefur verið í þróun í 3 ár.
Flakk – Kapphlaupið að forna hliðinu er æsispennandi, ofbeldislaust íslenskt ævintýraborðspil þar sem 2-6 keppa um sigur. Fyrsti spilari sem kemst á endareit spilaborðsins er sigurvegari. Á leið sinni lenda þátttakendur í alls kyns ævintýrum og eru þau í formi þrauta, uppákoma og fjársjóða. Spilendur draga spil eftir því á hvernig reit þeir lenda hverju sinni, en þeir eru merktir á spilaborðið. Hver spilandi velur sér persónu í upphafi spils og er um sex persónur að velja. Hver persóna er til sem strákur eða stelpa og ræður spilandi hvort hann kýs að vera. Hver persóna hefur sína sérstöku hæfileika sem þátttakandi notar til að sigra þrautir en þrautir spila mikinn þátt í kapphlaupinu.
Núna getur öll fjölskyldan farið saman á Flakk um jólin sem og aðra daga ársins.
Þetta er mjög spennandi jólagjöf fyrir alla aldurshópa.
www.drekafiskur.is/flakk
www.facebook.com/flakkspil