Verzlunarskólablaðið sem Nemendafélag Verzlunarskólans gefur út í ár er prentað í Prentmeti og er blaðið hið glæsilegasta. Það er gefið út í 1400 eintökum og er þetta harðspjaldabók í fullum lit. Darri Úlfsson er hönnuður bókarinnar. Heiðrún Ingrid Hlíðberg ritstýrði bókinni og er verkið ritað ásamt henni og sjö manna ritnefnd nemenda. Fullt að öðru hæfileikaríku fólki kom einnig að gerð bókarinnar. Þema bókarinnar í ár er heimsálfurnar sjö. Blaðinu er skipt í sjö hluta og hefst hver kafli á myndaþætti sem varpar ljósi á menningu hverrar heimsálfu fyrir sig. Einnig er verið að prenta fyrir Nemendafélag Verslunaskólans 4. bekkjarbókina og Spégrímu en báðar þessar bækur hefur Prentmet prentað í nokkur ár
Blaðið Skinfaxi sem er skólablað Nemendafélags Menntaskólans í Reykjavíkur er einnig hið glæsilegasta og er prentað í Prentmeti og er blaðið gefið út í 1.000 eintökum í fullum lit. Nemendafélagið Framtíðin í Menntaskólanum í Reykjavík gefur blaðið út. Sjö manna ritstjórn sá um að rita bókina og fjöldi annarra hæfileikaríkra nemenda kom að gerð bókarinnar. Gréta Ösp Jóhannesdóttir sá um hönnun og umbrot. Að sögn ritstjórnar er skólablaðið Skinfaxi stærsta verkefni sem hún hefur tekið að sér og vinnan verið ákaflega skemmtileg og gefandi.
Prentmet óskar Verzlunarskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík hjartanlega til hamingju með þessi glæsirit og óskum við metnaðarfullum nemendum góðs gengis inn í spennandi framtíð. Blöðin komu bæði út í hagnaði fyrir nemendur ásamt því að vera frábær kynning á þessum metnaðarfullu skólum.