Nemendur frá Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins heimsóttu Prentmet mánudaginn 26. september sl. Hér var á ferðinni tæplega 20 manna hópur nemenda undir leiðsögn Svanhvítar Stellu Ólafsdóttur. Slíkar heimsóknir hafa verið fastur liður undanfarin ár frá hinum ýmsu skólum; Tækniskólanum, Listaháskólanum, Fjölbrautarskólum o.fl. Í fundarherbergi Prentmets var farið yfir sögu og starfsemi fyrirtækisins, starfsemi Prentmetsskólans, gæðastaðla (þmt nýfengna Svansvottun fyrirtækisins), framlag Prentmets gegn einelti í skólum (Prentmet gefur öllum 6 ára börnum sem eru að hefja skólagöngu sögu- og litabókina um Ýmu tröllastelpu). Heimsókninni lauk svo með léttum veitingum og spjalli.
Á myndinni er hópurinn ásamt kennara sínum Svanhvíti Stellu Ólafsdóttur.