Vélin fræsir af kili samsettra bóka og límir í senn saman innsíður og kápu á kjölinn. Vélin vinnur því með tvær gerðir líms í senn, sem hvor um sig hefur þá eiginleika sem best henta, þ.e. annars vegar teygju og samloðun fyrir innsíður og hinsvegar þétta límingu fyrir kápu sem nær út fyrir kjöl. Afköst SB-07 vélarinnar eru allt að 3.200 eintökum á klukkustund.
Marvin Wallace verkstjóri í bókavinnsludeild og Einar Egilsson, sölustjóri bóka- og möppugerða við nýju vélina.