Á öskudaginn mætir starfsfólk Prentmets í búningum og ýmsum gervum í vinnuna. Það er ekkert gefið eftir í ár en þetta er 9. árið í röð sem starfmenn gera sér og viðskiptavinum sínum glaðan dag með þessu skemmtilega uppátæki. Kosið er innanhús um frumlegustu deildina/útibúið og búninginn. Þetta er gríðarlega góður siður sem lyftir starfsandanum og kemur öllum í gott skap. Í fyrirtækinu má meðal annars sjá Ironman, hjúkkur, bangsa, víkinga, skvísur og kúreka. Deildirnar og útibúin voru sum með þema og má þar nefna „Karíus og Baktus komu í heimsókn“ í Prentmeti Vesturlands og „Bangsarnir“ í umbrotsdeildinni. Mikill viðbúnaður var á þessum degi hjá starfsmönnum Prentmets Suðurlands á Selfossi vegna fyrirhugaðrar árshátíðar starfsmanna og 20 ára afmælis Prentmets sem haldið verður á Hótel Selfossi um komandi helgi. Í grínfrétt frá starfsmönnum sagði að sýslumaðurinn hefði skikkað starfsmenn Prentmets á Selfossi í viðbragðsstöðu og gert þeim að verja eigur bæjarbúa. Allir starfsmenn ganga nú með hjálma og eru í endurskinsvestum, jafnt í vinnu sem og í frítíma. Verið er að verja glugga og dyr fyrirtækja í bænum og er þess vænst að verkinu verði lokið seinni part föstudags, en þá mun vera von á fyrstu gestum í tvítugs-afmælið. Einnig eru sorpílát fjarlægð, sérstaklega þau sem eru með Svans-vottun, en það er kunnara en frá þurfi að segja að mjög er nú reynt að koma þeirri vottun á útibú Prentmets á Selfossi.