Prentmet hefur keypt rekstur Prentsmiðju Hafnarfjarðar, tæki og vélar. Gengið var frá kaupunum 14. apríl. Systurnar Ingibjörg og Guðrún Guðmundsdætur hafa stýrt Prentsmiðju Hafnarfjarðar af miklum myndarskap undanfarin ár. Ingibjörg mun í framhaldi af þessum breytingum hefja störf í söludeild Prentmets. Það voru foreldrar Ingibjargar og Guðrúnar, Guðmundur Ragnar Jósepsson og Steinunn Guðmundsdóttir, sem stofnuðu Prentsmiðju Hafnarfjarðar árið 1945. Með þessari viðbót vonast Prentmet til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri, betri nýtingu á tækjabúnaði og einnig að auka þjónustuna enn frekar hvað varðar hraða, gæði og persónulega þjónustu. Öll starfsemi Prentsmiðju Hafnarfjarðar mun flytjast í húsnæði Prentmets ehf. að Lynghálsi 1 í Reykjavík. Hjá Prentmet starfa í dag á 3 tug Hafnfirðinga af um 130 starfsmönnum.
Prentmet er einnig með útibúin Prentmet Suðurlands á Selfossi og Prentmet Vesturlands á Akranesi.
Á myndinni eru:
Til vinstri Guðrún Guðmundsdóttir , Ingibjörg Guðmundsdóttir fyrrverandi eigendur Prentsmiðju Hafnarfjarðar, Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigendur Prentmets.