Nú hefur Prentmet sótt um að fá vottun fyrir umhverfisstefnu sína og fá Umverfismerkið Svaninn. Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Svanurinn hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta og áreiðanlegasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum, með mikla útbreiðslu og traust meðal neytenda. Svansmerking sýnir að um er að ræða gæðavörur sem eru vistvænni og heilnæmari en flestar sambærilegar vörur á markaðnum.
Prentmet hefur unnið samkvæmt skýrri umhverfisstefnu og lagt áherslu á að sýna fyrirhyggju sem leiðir til þess að starfsemi á vegum fyrirtækisins hefur lágmarks röskun á náttúrunni í för með sér. Prentsmiðjan vinnur skipulega að umhverfisstarfi m.a. varðandi efnisnotkun, sorpmeðhöndlun og pappírsnýtingu. Sérstakur lager er til staðar í prentsmiðjunni þar sem afskurður er síðan fullnýttur.
Stefna Prentmets í umhverfismálum er:
•Að taka mið af gildandi stöðlum um umhverfismál við stjórn og framleiðslu fyrirtækisins.
•Að nota eftir því sem unnt er umhverfisvæn efni.
•Að tæki sem notuð eru til framleiðslu taki sem minnsta orku.
•Að stuðla að fullnýtingu úrgangs sem fellur til við framleiðslu.
•Að halda skaðlegum efnum og úrgangi frá starfseminni.
•Að skapa góð skilyrði fyrir starfsfólk til að framfylgja umhverfismarkmiðum. Starfsfólk er upplýst um það í stöðugri símenntun og meðal annars í Prentmetsskólanum.
•Að tryggja velferð starfsmanna og kappkosta að starfsumhverfi sé hreinlegt og heilsusamlegt.
Nú er umsóknin afgreidd og fyrirtækið mun leggja sitt af mörkum til að fá vottun á þessu ári. Hermann innkaupastjóri mun halda utan um þetta ferli og við munum skipa nokkra stjórnendur með okkur í teymi í kringum þessa vinnu sem fylgir því að fá vottun.