Prentmet Suðurlands á Selfossi hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á starfsemi Ungmennafélags Selfoss með fjárframlögum næstu þrjú árin. Á móti skuldbindur félagið sig til að beina öllu sínu prentverki til Prentmets svo fremi að verð séu samkeppnishæf. Það er mjög sjaldgæft ef ekki einsdæmi að fyrirtæki styrki starfsemi Umf. Selfoss beint en ekki einhverja sérdeild innan félagsins. Meiningin er að styrknum verði síðan deilt út í deildirnar eftir reglum sem framkvæmdastjórn félagsins setur.
Myndatexti: Nafnarnir, Örn Grétarsson, prentsmiðjustjóri Prentmet Suðurlands (t.h.) og Örn Guðnason, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins skrifuðu undir samninginn og staðfestu hann í kjölfarið með handsali síðdegis á mánudaginn.