Vegna mikils álags óskar Prentmet Oddi eftir starfsmönnum í 100% starf.

Vinnutíminn er frá kl. 8:00 til 16:00 og til 15:30 á föstudögum. Möguleiki er á aukavinnu.

Prentsmiður/grafískur miðlari í Reykjavík og á Akueyri

Helstu verkefni í Reykjavík: Umbrot, hönnun og formhönnun.

Helstu verkefni á Akureyri: Umbrot, hönnun og stafræn prentun.

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í prentsmíði / grafískri miðlun
  • Góða tölvu- og tækniþekkingu í faginu
  • Sköpunargleði, hugmyndaríki og lausnarmiðuð hugsun
  • Góð skipulagshæfni og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni  
  • Gott vald á íslensku og ensku  

Prentari á fjöllita offsetprentvélar í Reykjavík

Helstu verkefni: Prentun á fjöllita prentvélar.

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í prentun
  • Góð skipulagshæfni og samskipta- og samstarfshæfni 
  • Brennandi áhugi á að skila góðu verki frá sér  
  • Nákvæmni í vinnubrögðum og hæfileiki til þess að meta gæði prentunar
  • Mjög gott ef viðkomandi tali íslensku annars krafa um enskukunnáttu

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdarstjóri mannauðsmála í isi@prentmetoddi.is, s. 8 560 601 og https://prentmetoddi.is/um-okkur/atvinnuumsokn/. 

Umsóknarfrestur er til 12. nóvember nk. 

Prentmet Oddi er stærsta og framsæknasta prentsmiðja landsins sem býður upp á heildarlausnir og hágæða prentun þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni.  Fyrirtækið er Svansvottað og framleiðir pappírsumbúðir, bækur og allt almennt prentverk.

Lögð er rík  áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað.