Stjórnendur Prentmets töldu það mjög mikilvægt að fara í slíka stefnumótunarvinnu á þessum tíma þar sem Prentmet hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár. Þessi öri vöxtur Prentmets kallar á reglulega finstillingu á fyrirtækinu, sem mun gera því kleift að viðhalda hinum öra vexti og jafnvel bæta enn í vaxtarhraðann. Stefnumótunin tók meðal annars yfir fínstillingu á verkferlum, gæðamálum, sölumálum, markmiðasetningu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Stefnumótunarvinnan mun standa yfir frameftir þessu ári og innleiðing hennar mun standa yfir þau tvö ár sem stefnumótunin nær yfir.
Ráðgjafafyrirtækið Stjórnunarráðgjöf ehf. hefur aðstoðað Prentmet í stefnumótuninni.