Prentmet stóð fyrir sinni árlegu sumar- og fjölskylduhátíð í Miðdal í landi Félags bókagerðarmanna laugardaginn 12. júní sl., sem tókst í alla staði frábærlega. Boðið var upp á gönguferð í Miðdal, leiki og sprell fyrir börn og fullorðna og á laugardagskvöldinu grillaði snilldarkokkurinn Guðmundur Ragnarsson frá Lauga-ási ofan í mannskapinn. Prentararnir og söngvararnir Ari Jónsson og Skapti Ólafsson stjórnuðu fjöldasöng við undirleik Davís Valdimarsonar prentsmiðs og Marinó Önundarsonar prentara. Þá söng Ari Jónsson, prentari í Prentmeti nokkrar af helstu perlum dægurlagatónlistarinnar og kvöldið endaði í góðum dansleik. Veðrið var gott á staðnum alla helgina og algjörlega logn og stöku sinnum smá rigningarúði sem var mjög góður fyrir gróðurinn og til að hreinsa loftið og þá litlu ösku sem var þar eftir gosið.
Tryggvi Rúnarsson, skurðarmaður okkar, tók meðfylgjandi myndir á hátíðinni.