Hér má sjá starfsmann við offsetprentun

Offsetprentun

Með fyrsta flokks vélbúnaði og reynslumiklu starfsfólki býður Prentmet Odda hágæða prentun á fjölbreyttu prentverki, t.d. listaverkabókum, umbúðum, bæklingum, möppum og nafnspjöldum. Offsetprentun hentar einnig vel fyrir allar gerðir kynningarefnis og markpósts.

Nánast öll þjónusta í stafrænni prentun

Stafræn prentun

Hægt er að fá nánast alla prentþjónustu með stafrænni prentun. Stafræn tækni gefur ekki aðeins kost á skjótri afgreiðslu þegar um smærri upplög er að ræða, heldur einnig prentun risaplakata og auglýsingaborða af nánast ótakmarkaðri stærð.

Prentmet Oddi framleiðir umbúðir fyrir fjölda íslenskra og erlendra fyrirtækja sem dreifa vöru sinni á alþjóðamarkað

Umbúðir

Prentmet Oddi framleiðir umbúðir fyrir fjölda íslenskra og erlendra fyrirtækja sem dreifa vöru sinni á alþjóðamarkað, s.s. fyrirtæki í sjávarútvegi, matvæla- og sælgætisframleiðslu, lyfjaiðnaði o.fl. Prentmet Oddi mætir ýtrustu kröfum á sviði umbúðaprentunar og veitir ráðgjöf við vöruþróun, formhönnun, prentun, hráefni og allt annað er varðar umbúðir. Prentmet býður upp á stuttan afgreiðslutíma sem þýtt getur minna lagerhald fyrir viðskiptavini.