Tolli og Prentmet hafa löngum unnið saman. Hér leggja starfsmennirnir meira af mörkum en ætlast má til sagði Tolli þegar hann tók við nýrri bók, YZT sem inniheldur safn mynda sem hann hefur unnið. Bókin er 182 blaðsíður og innbundin í strigaefni sem síðan er sveipuð gagnsæjum pappír sem prentað hefur verið á í fullum litum. Innviðir bókarinnar eru hrein snilld að mati fagmanna á sviði bókaprentunar. Prentað er á hágæða silkimattan pappír sem gefur myndunum dýpt og skerpu. Fullkomin litameðferð Roland prentvélanna sem Prentmet hefur yfir að ráða gerir að verkum að nánast engin frávik eru í prentun og frummyndum. Allar síður bókarinnar eru hlífðarlakkaðar. Tolli gefur Prentmet hæstu einkunn fyrir framúrskarandi vinnu á erfiðu viðfangsefni.
Prentmet óskar Tolla innilega til hamingjum með bókina.