Prentmet Oddi er með vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Frá stofnun hefur Prentmet Oddi lagt sig fram við að vera með jákvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prentmet Oddi er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.
Prentsmiðjan vinnur skipulega að umhverfisstarfi m.a. varðandi efnisnotkun, sorpmeðhöndlun og pappírsnýtingu. Sérstakur lager er til staðar í prentsmiðjunni sem heldur utan um afskurð sem síðan er fullnýttur.
Stefna Prentmets Odda í umhverfismálum er:
- Að taka mið af gildandi stöðlum um umhverfismál við stjórn fyrirtækisins
- Að nota eftir því sem unnt er umhverfisvæn efni
- Að tæki sem notuð eru til framleiðslu taki sem minnsta orku
- Að stuðla að fullnýtingu úrgangs sem fellur til við framleiðslu
- Að halda skaðlegum efnum og úrgangi frá starfseminni
- Að skapa góð skilyrði fyrir starfsfólk til að framfylgja umhverfismarkmiðum. Starfsfólk er upplýst um það meðal annars í Prentmets Odda-skólanum
- Að tryggja velferð starfsmanna og kappkosta að starfsumhverfi sé hreinlegt og heilsusamlegt
Umhverfismál
Allar öskjur hjá okkur eru framleiddar á pappír sem kemur frá nytjaskógum í Evrópu. Þegar tré er fellt er aðeins efsti hluti þess, ca. 13%, nýttur í pappírsframleiðslu, hinn hlutinn fer í húsbyggingar, húsgagnagerð og orkuvinnslu. Þannig stuðlum við að skógrækt, sem er eitt af því besta fyrir loftslagið og umhverfið. Á hverjum degi stækka skógar Evrópu sem nemur 1.500 fótboltavöllum eða 1.050 hekturum. Ekki er gróðursett á þeim svæðum sem njóta nátturuverndar. Á einu ári tekur eitt tré að jafnaði til sín 22 kg. Af kolvíðoxíði og gefur frá sér súrefni. Pappír er ein mesta endurunna vara heims. 72,3 % pappír er endurunninn. Birgjar Prentmet Odda eru flestir Evrópskir.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að það er er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.
Kröfur Svansins fyrir prentsmiðjur eru mjög strangar, sérstaklega hvað varðar efnanotkun, sem er þýðingarmesti umhverfisþátturinn í rekstri prentsmiðja en auk þess er:
- Lögð áhersla á notkun umhverfismerkts eða endurunnins pappírs við prentunina.
- Hlutfall úrgangspappírs við framleiðsluna lágmarkaður
- Flokkun úrgangs ásamt réttri meðhöndlun hættulegra efna er tryggð.
- Hvatt til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa og lágmörkunar á orkunotkun við framleiðsluna.
- Hvatt til þess að valdar séu umhverfismerktar vörur og þjónusta í innkaupum.
- Gerð er krafa um reglulega þjálfun og fræðslu starfsmanna ásamt ferlum til að stýra umhverfisstarfi.
- Tryggt er að fyrirtækið uppfylli öll lög og reglugerðir sem eiga við starfsemina.
Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og skilyrðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Alls er hægt að votta um 70 mismunandi vöru- og þjónustuflokka.
Við framleiðslu hjá umhverfisvottuðu fyrirtæki á Íslandi er notuð hrein orka sem dregur úr kolefnissporum sem verða við flutning á fullunninni vöru sem kemur erlendis frá. Fá lönd bjóða upp á jafn hreina orku og Ísland. Algengt er að prentsmiðjur erlendis brenni mengandi kolum til að knýja fram orku við framleiðslu sína. Prentfarvinn sem við notum við umbúðaframleiðslu er unninn úr endurnýjanlegum hráefnum og úr jurtaolíu. Ekki eru notuð nein eitruð eða skaðleg efni.
Vertu með þína vöru í umhverfisvænum umbúðum framleiddum á Íslandi.
Ef þú ert að teikna eða hanna umbúðr og vantar stansateikningu eða tæknilega aðstoð, sendu þá tölvupóst á formhönnuði okkar þ.e. gudbjorg@prentmetoddi.is og haraldur@prentmetoddi.is