Ábyrg prentun fyrir betra umhverfi

Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.

Hrein orka

Tækjakostur lágmarkar orkunotkun

Umhverfisvottaður pappír notaður við framleiðslu

Umhverfisvottaður farfi notaður við framleiðslu

Endurnýtanlegt hráefni

Stuðlað að full nýtingu úrgangs

Stuðningur við skógrækt

Eitt tré fellt =
Þrjú gróðursett

Svansvottað fyrirtæki

Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012.  Svansvottun Prentmet Odda þýðir að það er er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.

Kröfur Svansins fyrir prentsmiðjur eru mjög strangar, sérstaklega hvað varðar efnanotkun, sem er þýðingarmesti umhverfisþátturinn í rekstri prentsmiðja en auk þess er:

  • Lögð áhersla á notkun umhverfismerkts eða endurunnins pappírs við prentunina.
  • Hlutfall úrgangspappírs við framleiðsluna lágmarkaður
  • Flokkun úrgangs ásamt réttri meðhöndlun hættulegra efna er tryggð.
  • Hvatt til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa og lágmörkunar á orkunotkun við framleiðsluna.
  • Hvatt til þess að valdar séu umhverfismerktar vörur og þjónusta í innkaupum.
  • Gerð er krafa um reglulega þjálfun og fræðslu starfsmanna ásamt ferlum til að stýra umhverfisstarfi.
  • Tryggt er að fyrirtækið uppfylli öll lög og reglugerðir sem eiga við starfsemina.

Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og skilyrðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Alls er hægt að votta um 70 mismunandi vöru- og þjónustuflokka.

Það er umhverfisvænna að prenta bækur og öskjur á Íslandi

Íslenskur prentiðnaður er að standa sig frábærlega í umhverfismálum. Enginn iðnaður á Íslandi er eins umhverfisvottaður og prentiðnaðurinn. Í nýlegri greiningu hjá Eflu verkfræðistofu, sem kom út núna í maí 2024, staðfestir að umhverfisvænast sé að prenta bækur og öskjur á Íslandi. Notast var við gögn úr framleiðslu Prentmet Odda.

Hér fyrir neðan hægt að nálgast skýrslur Eflu um kolefnisspor fyrir bækur og öskjur.

Samanburður á kolefnisspori vegna framleiðslu á bók hjá Prentmet Odda í Reykjavík og í löndum sem prenta bækur á íslenskan markað; Lettland, Þýskaland, Slóvenía, Kína, Danmörk, Eistland og Litáen, auk flutninga á tilbúinni bók frá erlendum framleiðendum til hafnar í Reykjavík.

Samanburður á kolefnisspori vegna framleiðslu á 1 tonni af öskjum hjá Prentmet Odda í Reykjavík og í Litháen og Kína, auk flutninga á tilbúnum öskjum frá Litáen og Kína til hafnar í Reykjavík.