Ábyrg prentun fyrir betra umhverfi
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.

Hrein orka

Tækjakostur lágmarkar orkunotkun

Umhverfisvottaður pappír notaður við framleiðslu

Umhverfisvottaður farvi notaður við framleiðslu

Endurnýtanlegt hráefni

Stuðlað að fullnýtingu úrgangs

Stuðningur við skógrækt

Eitt tré fellt = Þrjú gróðursett
Gagnlegar upplýsingar um Svansmerkið
95%
Þekkja svaninn
80%
Treysta að vara sé umhverfisvæn ef hún er Svansvottuð
14%
Treysta umhverfis yfirlýsingum framleiðenda
75%
Finnst það krefjast meiri fyrirhafnar að finna umhverfisvænar vörur
89%
Finnst það umhverfisyfirlýsingar eigi að vera staðfestar af óháðum þriðja aðila
Það er umhverfisvænna að prenta á Íslandi
Íslenskur prentiðnaður er að standa sig frábærlega í umhverfismálum. Enginn iðnaður á Íslandi er eins umhverfisvottaður og prentiðnaðurinn. Í nýlegri greiningu hjá Eflu verkfræðistofu, sem kom út í maí 2024, má sjá samanburð á kolefnisspori á prentun hérlendis eða erlendis.
Hér fyrir neðan hægt að nálgast skýrslur Eflu um kolefnisspor fyrir bækur og öskjur.
Samanburður á kolefnisspori vegna framleiðslu á bók hjá Prentmet Odda í Reykjavík og í löndum sem prenta bækur fyrir íslenskan markað; Lettland, Þýskaland, Slóvenía, Kína, Danmörk, Eistland og Litáen, auk flutninga á tilbúinni bók frá erlendum framleiðendum til hafnar í Reykjavík.
Samanburður á kolefnisspori vegna framleiðslu á 1 tonni af öskjum hjá Prentmet Odda í Reykjavík og í Litháen og Kína, auk flutninga á tilbúnum öskjum frá Litáen og Kína til hafnar í Reykjavík.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.


