Bjóðum upp á boðskort af öllum stærðum og gerðum. Hér gildir að láta hugmyndaflugið ráða. Einnig er hægt að hanna sín eigin boðskort inn á hönnunarvefnum okkar sem hentar mjög vel fyrir boðskort t.d. í fermingar og brúðkaup.
Mattur pappír
Hentar vel fyrir prentgripi með miklum texta og fáum myndum.
Silkihúðaður pappír
Hentar vel fyrir prentgripi með mikið af myndum. Hann er ekki háglans, þannig hann hentar líka vel fyrir texta.
Spjald
Einfalt kort
Brotið
Brotið í miðju
Upphleyping / blindþrykking
Fólíuþrykking
Þrykkt með fólíu
Hornskellt
Rúnuð horn

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.