Við prentum möppur í öllum stærðum og gerðum allt eftir því hvað hentar. Möppur eru þægilegar til að halda utan um göng og geta jafnframt veitt upplýsingar um fyrirtæki þitt, vöruúrval og þjónustu.
Silkihúðaður pappír
250-350 gr.
Mattur pappír
250-350 gr.
Vasi
Límdur eða kræktur vasi
Lamenering
Glans- eða möttlamenering (plasthúðun)

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.