Sérmerktir pokar

Það að hafa sérmerkta poka er frábær og ódýr leið til að kynna fyrirtæki og koma skilaboðum til viðskiptavina á framfæri. Pokarnir koma í öllum stærðum og gerðum með mismunandi burðargetu og valmöguleikum er kemur að prenti. Ef valið er að prenta poka hér heima að þá getum við boðið upp á prentun og fólíuprentun í einum lit á hvern poka. Búa þarf til klisju fyrir fyrstu prentun en klisjugerðin tekur 1-2 virka daga og prentunin 3-4 virka daga að jafnaði. Hægt er að fá stærri upplög prentuð í mörgum litum á hvern poka og er afgreiðslutíminn frá 6-14 vikum.