Jón Trausti Harðarson kveður eftir 51 ár í prentgeiranum

23. maí, 2025

Jón Trausti Harðarson kveður eftir 51 ár í prentgeiranum

Í dag lauk Jón Trausti Harðarson, viðskiptastjóri hjá Prentmet Odda, farsælum starfsferli eftir 51 ár í prentgeiranum. Hann hóf störf hjá Odda árið 1986 og hefur verið ómissandi hluti af fyrirtækinu, sem nú ber nafnið Prentmet Oddi. Af þessu tilefni var haldið hlýlegt kveðjukaffi í höfuðstöðvum fyrirtækisins með samstarfsfólki. Þar var farið yfir glæsilegan feril Jóns Trausta og sú mikla reynsla sem hann skilur eftir sig í greininni. Jón Trausti ætlar að verja næstu árum í að sinna fjölskyldu og áhugamálum, spila á bassann sinn, iðka golf, syngja í kór og ferðast með eiginkonunni, jafnvel að bæta við sig fleiri tungumálum auk þess að njóta samvista við barnabörnin. Við þökkum Jóni Trausta fyrir frábært samstarf og samfylgd í gegnum árin og óskum honum velfarnaðar og hamingju á komandi tímum.