Prentmet Oddi hefur fjárfest í og tekið í notkun nýja stafræna límmiðaprentvél frá Epson, SurePress L-4733AW, ásamt frágangsvél frá ítalska framleiðandanum DPR-srl, Aries350, sem stanzar og sker rúllur fyrir límmiða. Vélin getur bæði prentað á hefðbundinn límmiðapappír og filmur. Fyrsta vél þessarar tegundar, frá Epson, kom á markaðinn 2010 og er þetta þriðja kynslóðin sem kom á markað vorið 2023. Límmiðaprentvélin vélin hefur eftirfarandi kosti:
Að vera umhverfisvæn og prentar með vatnsbundnu resin-bleki sem festist á algengustu áprentunarefni fyrir límmiða.
- Blekið hefur góða vatnsvörn.
- Býður upp á nudd- og rispuþolna miða.
- Hefur víðara litasvið en flestar aðrar límmiðaprentvélar.
- Litasviðið er stækkað með appelsínugulu og grænu bleki.
- Þekur allt að 96% af litasviði Pantone litakerfisins.
- Hefur mismunandi svart blek til að ná fram bestu prentgæðum á matt eða glansandi undirlag.
- Há prentgæði á óhúðað efni.
- Er með hvítt blek til að prenta á glæra filmu eða gegnsætt undirlag
- Prentar smáan texta og smáatriði meiri gæðum
- Epson tryggir litastöðugleika til að ná nákvæmara litasamræmi frá einu prentverki til annars.
- Hentar vel fyrir lítil eða stærri upplög í miðaprentun.
- Uppfyllir reglur um prentverk í snertingu við matvæli.
H. Pálsson sér um að þjónusta vélina. Vélin er komin í fulla keyrslu hjá Brynjari og Davíð í stafrænu deildinni í Reykjavík og það streyma inn á hana verkefnin.