Prentmet vill styrkja unga vegfarendur í umferðinni og hefur gefið út litabókina Ýma tröllastelpa byrjar í skóla. Bókin er prýdd skemmtilegum myndum fyrir börnin til að lita ásamt texta er kennir þeim grunnþætti í umferðarfræðslunni. Markmiðið með útgáfunni er að efla umferðaröryggi barna og hefur bókinni ásamt veggspjaldi verið dreift til allra sex ára barna í landinu sem eru að hefja skólagöngu í haust.
Bókin er um tröllastelpuna Ýmu sem er að byrja í skóla. Með hjálp barnanna sem hafa verið í Umferðarskólanum tekst henni að komast heilu og höldnu í skólann. Bókin er prýdd fjölda mynda sem börnin geta litað ásamt texta er kennir þeim grunnþætti í umferðarfræðslunni.
Þeir sem standa að þessu verkefni með Prentmet eru Umferðarráð, Lögreglan og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók við formlegri afhendingu bókarinnar þriðjudaginn 21. ágúst og ræsti einnig nýja Roland 704 prentvél.