Við bjóðum uppá hágæða stimpla fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við bjóðum upp á margar stærðir og gerðir af stimplum, t.d. stimpla með dagsetningu eða númeringu. Flestir af stimplunum okkar koma með útskiptanlegu bleki. Gúmmíið er skorið út með laser og því mikil nákvæmni og gæði í stimplunum okkar.
Hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna rétta stimpilinn.
Ertu kannski að leita að þessu?

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.