Loading...

Prentmet Oddi er góður kostur fyrir útgefendur sem samstarfsaðili í prentun bóka

Við hér í Prentmeti Odda státum af úrvals fagfólki í hönnun, umbroti, prentun og bókbandi á bókinni þinni. Bókaprentun er vandmeðfarið ferli þar sem huga þarf að hagkvæmni og fallegu sölulegu útliti. Við kappkostum að veita þér bestu þjónustu og leiðsögn til að skila þér fallegum prentgrip. Meðal verkefna sem hafa verið unnin hjá okkur eru listaverkabækur, ævisögur, fræðibækur, skáldsögur, ljóðabækur, dagbækur og margt fleira.

Bókavinnsla okkar gefur mikla möguleika. Við bjóðum alhliða bókavinnslu í fullkominni framleiðslulínu. Hvort sem það eru kiljur eða harðspjaldabækur, lítil eða stór upplög, þá leysum við verkið vel af hendi. Við bjóðum einnig frumlega unnar kápur með ýmiskonar lakkáferð, hlutalökkun, upphleypingu, þrykkingu, gyllingu og stönsun. Við höfum jafnan mikið úrval af pappír og bókbandsefnum.

Hjá okkur ert þú í góðu sambandi við fagfólk og getur fylgst vel með allri vinnslu á öllum stigum framleiðslunnar. Bækurnar eru fullunnar í prentsmiðjunni.

Viðskiptastjórar okkar aðstoða við að finna réttu lausnina fyrir þig.

Fyrirtækið er Svansvottað sem þýðir m.a. að:

  • Lögð er áhersla á notkun umhverfismerkts eða endurunnins pappírs við prentunina.
  • Hlutfall úrgangspappírs við framleiðsluna er lágmarkaður.
  • Flokkun úrgangs ásamt réttri meðhöndlun hættulegra efna er tryggð.
  • Hvatt er til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa og lágmörkunar á orkunotkun við framleiðsluna.
  • Hvatt er til þess að valdar séu umhverfisvottaðar vörur og þjónusta í innkaupum.
  • Gerð er krafa um reglulega þjálfun og fræðslu starfsmanna ásamt ferlum til að stýra umhverfisstarfi.
  • Tryggt er að fyrirtækið uppfylli öll lög og reglugerðir sem eiga við starfsemina.

„Pappírinn sem við notum er famleiddur úr sjálfbærum nytjaskógum á norðurhveli jarðar þar sem hringrás gróðursetningar, ræktunar og skógarhöggs er vandlega stýrt. Frá árinu 2005-2015 uxu evrópskir skógar um 44.000 ferkílómetra, sem er stærra landsvæði en Sviss og nemur vexti á við 1.500 fótboltavelli. Á einu ári mun þroskað tré taka um það bil 22 kíló af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefa frá sér súrefni. Þar sem pappír er unninn úr trjám, geymir hann kolefni allan sinn líftíma.“

(Two Sides. Myths & Facts. 2019)

Hagnýtar upplýsingar

Afgreiðslutími

Leitið upplýsinga

Prentun

Offset prentun
Stafræn prentun

Algengur pappír

100-170gr. Satin
100-170gr. Zigler
100-170gr. Munken

Algengar stærðir

Crown (12,4×18,2cm)
Tvöf. Crown (18,4×24,5cm)
Demy (13,7×21,1cm)
Din A5 (14,8×21,0cm)
Royal (15,3x23cm)
Super Royal (17x24cm)
A4 (21×29,7cm)
A5 (14,8x21cm)

Útfærslur

Harðspjaldakápa klædd bókbandsefni
Harðspjaldakápa klædd álíming
Kilja
Saumaðar bækur
Fræstar bækur
Gormabækur

Viðbótarþjónusta

Heillökkun
Hlutalökkun (Spot)
Laminering (Plöstun)
Upphleyping
Gylling
Þrykking