Við prentum límmiða á rúllum sem notaðir eru á umbúðir fyrir matvæli, bjór, lyf, hreinlætisvörur og margt annað. Hægt er að prenta á pappír, álefni, plast, gull og silfur.
Auk þess eigum við alltaf mikið úrval óáprentaðra (blanco) límmiða á lager. Við veitum ráðgjöf um hagstæðustu lausnirnar og erum þekkt fyrir skjóta og góða þjónustu.
Límmiðanir geta verið í hvaða lögum sem er. Vélarnar okkar sjá um að skera límmiðana í því formi sem viðskiptavinurinn óskar eftir.
Mattur límmiðapappír
Á rúllu eða á örkum. Með sterku og veiku lími.
Semi gloss límmiðapappír
Á rúllu eða á örkum. Með sterku og veiku lími.
Laminering (plasthúð)

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.