Föstudaginn 28. febrúar sl. keypti Prentmet Félagsbókbandið-Bókfell, sem var stofnað árið 1988 af Einari Egilssyni forstjóra og Leifi Gunnarssyni verkstjóra. Félagsbókbandið-Bókfell hf. var stofnað úr tveimur fyrirtækjum, þ.e. Félagsbókbandinu, sem stofnað var árið 1903 af Guðmundi Gamalíelssyni, og Bókfell, sem stofnað var árið 1943 af Aðalsteini Sigurðarssyni, Gísla H. Friðbjarnarssyni, Guðmundi Kristjánssyni,og Þórhalli Bjarnarsyni.
Öll starfsemi fyrirtækisins verður sameinuð Prentmet undir sama þaki að Lynghálsi 1 næstu daga. Sjö starfsmenn Félagsbókbandsins munu hefja störf hjá Prentmet í kjölfar kaupanna. Markmið forsvarsmanna Prentmets er að efla reksturinn enn frekar og auka þjónustuna