Áritun á einblöðunga, kort og bæklinga.
Áður fyrr voru límmiðar eiginlega það eina sem boðið var upp á. Nú prentum við nöfn og heimilisföng inn á hvað sem er.
Við vorum núna í lok árs að taka í notkun tölvustýrðan áritunarbúnað sem gerir kleift að prenta breytilegar upplýsingar inn á bæklinga, fréttabréf, kápur, boðskort og nánast allan markpóst sem hugsast getur. Við getum áritað á næstum hvað sem er. Það getur verið góður möguleiki að enda á því að árita á verkið í stað þess að þurfa senda prentverkið til áframhaldandi vinnslu t.d. brots og heftingar eftir áritunina.
Það sem viðskiptavinurinn þarf að hafa í huga er að gera ráð fyrir því frá fyrstu skrefum hönnunarinnar. Það þarf að huga að því hvar áritunin á að vera. Þann flöt má svo hvorki prenta á né lakka.