Fyrirlestrinum var skipt í fræðslu og beinar raddæfingar. Það voru allir mjög virkir í æfingunum.
Að vinna með röddina er eins og að skyggnast inn á við. Raddbeiting er hlutur sem kemur inn á öll svið
lífsins. Daglega í samskiptum; sem hluti af persónugerð, segir til um hæfileika og forystuhæfni. Hver og einn hefur sína raddtegund sem markar stóran hluta af persónuleikanum. Um leið er röddin mjög viðkvæmur hluti af okkur en tiltölulega berskjaldaður því við notum hana jú talsvert. Hugarfarið gagnvart okkar eigin rödd getur verið margþætt og misjafnlega uppbyggilegt. Þannig kvarta sumir yfir því að líka ekki við sína eigin rödd, hafa ekki úthald. Þeim finnst röddin vera lokuð, skræk, dökk, nefmælt, og finna fyrir alls kyns raddvandamálum. Raddbeiting er mismunandi eftir þjóðernum. Einstaklingar hafa misjafna stjórn á röddinni en rétt beiting hennar er mikilvæg fyrir alla þá sem vinna með röddinna á einn eða annan hátt. En flestir verða fyrir raddlegu áreiti og streitu af einhverju tagi í starfi. Í fyrirlestrinum fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir geta breytt raddbeitingu sinni, aukið raddgæði og úthald sitt og spornað við raddþreytu og vandamálum tengdum misbeitingu
Ingveldi tókst að halda uppi góðri stemmningu í starfsfólkinu og vonandi eru raddæfingarnar eftir að koma öllum að góðum notum.