Skrifborðsjóga er mjög gott fyrir allt vinnandi fólk. Markmiðið var að kenna léttar aðferðir sem beita má við skrifborðið til að fækka álagstengdum kvillum, minnka starfsþreytu og fækka veikindadögum en auka orku og vinnugleði. Starfsmenn tóku virkan þátt með Steinunni og þeir fengu góða leiðbeiningar hjá henni með öndun ásamt því að læra einfaldar og léttar teygju og slökunaræfingar frá toppi til táar. Ekki var samt um beina jógakennslu að ræða. Efnið var mjög áhugavert og æfingarnar góðar sem vonandi eru eftir að koma á góðum notum hjá starfsfólki Prentmets sem vinnur oft undir miklu álagi og stressi til þess að uppfylla væntingar viðskiptavinarins.
Atriðin sem Steinunn fór í eru hægt að gera á öllum vinnustöðum svo lítið beri á og án þess að það taki dýrmætan tíma tíma frá vinnunni. Þannig endurnærumst við, viðhöldum fullri starsforku yfir daginn og spörum okkur orku til að eiga eftir í einkalífi.