Markmið bæklingsins er að sýna viðskiptavinum Plastprents á myndrænan hátt alla þá vinnslu sem liggur að baki framleiðslunni ásamt fallegum vörumyndum sem sýna þá breidd í prentun sem þeir hafa upp á að bjóða. Í bæklingnum er mynd af flaggskipinu þeirra, sem er 10 lita hágæða prentvél á heimsmælikvarða.
Markmiðið var frá upphafi verks að gera fallegan bækling með langan líftíma. Ákveðið var að notast við fjöldann allan af þeim kostum sem Prentmet hefur upp á að bjóða. Bæklingurinn er með vasa í kápunni til að geyma ítarefni á viðbættum einblöðungum. Notast var við bláa sérlitinn sem Plastprent hefur tileinkað sér og að auki voru allar myndir hlutalakkaðar, sem veitir þeim meiri dýpt og fallegri áferð.
Öll vinnsla á bæklingnum var í höndum hönnunar- og umbrotsdeildar Prentmets í nánu samstarfi við markaðsdeild Plastprents. Umsjón af hálfu Plastprents önnuðust Björn Z. Ásgrímsson markaðsstjóri og Margrét Ó. Ólafsdóttir, þjónustufulltrúi útflutnings.