Veður var þá mjög gott og hentugt til útiveru. Farið var í ýmsa leiki og þrautir með börnunum, s.s. pokahlaup, reiptog, kókosbollukeppni o.s.frv. Fyrirtækið bauð börnum starfsmanna á hestbak og sá umbrotsdeildin um að skipuleggja það. Veitingastaðurinn Lauga-ás sá um matinn og var boðið upp á grillað lambalæri með öllu og pylsur og ís og ávexti á eftir. Síðan var hópsöngur undir stjórn Ara Jónssonar og Skapta Ólafssonar og Úlfar Sigmarsson lék undir á harmóníku.
Um kvöldið var sungið og trallað og fíflast og Ari og Úlfar sáu um tónlistina. Ferðin var afskaplega vel heppnuð en miklu fleiri starfsmenn hefðu mátt láta sjá sig til þess að taka þátt í því sem fyrirtækið var að bjóða upp á. Það fór alla vega mjög vel á með öllum þeim sem mættu og allir fóru sælir og sáttir heim eftir vel heppnaða ferð.