Prentmet hefur keypt af Nýherja Heidelberg Speedmaster SM-52 prentvél af fullkomnustu gerð. Prentvélin er öflugusta og fullkomnasta prentvélin í sínum stærðarflokki. Hún er 5 lita og með sérstakan lakkbúnað frá Laco samstarfsaðila Heidelberg. LACO SP 52 lakkbúnaður og Graphiset 1 AC, IR-þurrkari gefa möguleika á að vatnslakka í vélinni. Þetta er mjög handhægur búnaður sem settur er aftast í vélina í stað tölusetningarinnar.
Lakkbúnaðurinn er hefðbundið 3 valsa kerfi. Þurrkarinn getur einnig nýst í venjulega prentun og flýtir þá fyrir þurrktíma verksins.
Prentvélin er ríkulega útbúin og þar má m.a. nefna:
• CP2000 stjórnborð, það fullkomnasta á markaðnum, mjög notendavænt og einfalt í notkun.
• Autoplate, plötuísetning.
• Axis Control litastýring.
• Útskiptanlegir Transfer + jakkar sem eru sérstaklega farfa- fráhrindandi.
• Öflugt Alcolor Vario vatnskerfi sem m.a. kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir á prentplötunum.
• „Temperature control“ hitastjórnunarbúnaður fyrir valsa vélarinnar.
• Sjálfvirkur þvottur á völsum og sívölum.
• Vélin getur tekið frá þynnsta pappír 0,03 mm upp í karton í þykktinni 0,6 mm.
• Non-stop frálag og ílag fyrir stöðuga keyrslu þegar þörf er á í stærri upplögum.
• Preset link tengimöguleikar við forvinnsludeildina.
• Tölusetningar og rifgötunarbúnað.