Með samningi þessum mun Prentmet sjá um kynningu verksins, sölu og dreifingu á markaði.
Framkvæmdabókin hefur sannað sig að vera eitt besta tækið til að:
•Skipuleggja vinnubrögð
•Setja sér markmið
•Koma hlutum í verk

Framkvæmdabókin er meira en dagbók, hún er tæki sem hjálpar þér að stjórna tíma & verkefnum þínum og láta hlutina gerast!

Umsagnir um bókina:

,,Ég hef notað Framkvæmdabókina og er mjög ánægður með hana. Þetta er í fyrsta sinn sem dagbók virkar vel fyrir mig og hef ég prófað margar útgáfur jafnt af bókum sem skipulagsforritum.“ – Framkvæmdastjóri hjá tölvufyrirtæki.

,,Frábær dagbók fyrir alla sem ætla að skipuleggja tíma sinn vel.“ – Vikan

,,Ég hef verið að nota Framkvæmdabókina og finnst þetta vera besta dagbók sem ég hef fengið.“ – Skólastjóri

Allt frá upphafi hefur Framkvæmdabókin verið prentuð hjá Prentmeti og hefur samstarf á milli aðila verið eins og best verður á kosið. Það hefur m.a. leitt til þess að höfundur og stjórnendur Prentmets ákváðu að stíga fyrrnefnt skref til að efla útgáfuna enn frekar. Framkvæmdabókin hefur verið mikið notuð hjá stjórnendum og starfsfólki Prentmets og verið mikil ánægja með hana og hún hefur nýst mjög vel við alla tímastjórnun og skipulagningu.

Myndatexti:
Á myndinni undirrita útgáfusamninginn Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Prentmets og Þorsteinn Garðarsson, höfundur.