Prjónablaðið Lopi & band er aftur komið út. Blaðið þykir mjög glæsilegt og er með prjónauppskriftum á alla fjölskylduna. Prentmet sá um prentun á blaðinu ásamt uppsetningu og hönnun með auglýsingastofunni Valkyrjur.
Hægt er að kaupa blaðið hérna
Hönnuðir í blaðinu eru Ásdís Birgisdóttir, Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir og Þórdís Björnsdóttir.
Fjölskyldan er sett í fyrirrúm í blaðinu. Samkvæmt ritstjórunum og eigendum blaðsins, Ásdísi Birgisdóttur og Margréti Lindu Gunnlaugsdóttur er stefna þeirra í þessu blaði ,,að enginn, hvorki vinur né fjölskyldumeðlimur verði útundan þegar kemur að því að umvefja sig og sína nánustu prjónuðum flíkum því uppskriftirnar eru jafnt á unga sem aldna“.
Starfsfólk Prentmets óskar þeim til hamingju með blaðið og þakkar fyrir ánægjulegt samstarf.
Blaðið er fáanlegt í hannyrða- og bókaverslunum um allt land.