• Það er stefna Prentmet Odda ehf. að þjóna viðskiptavinum á sem hagkvæmastan hátt með markvissri gæðastefnu.
  • Það er stefna Prentmet Odda ehf. að vinnuandi sé jákvæður, starfsfólk búi við öryggi og góðan aðbúnað á vinnustað og að jafnréttis sé gætt. Starfsfólk fái þjálfun til að viðhalda og auka hæfni.
  • Það er stefna Prentmet Odda ehf. að hafa jákvæða ímynd, leggja áherslu á stöðugt umbótastarf og fylgja markvisst umhverfissjónarmiðum í allri starfsemi sinni.
  • Gæðastjóri stýrir uppsetningu gæðakerfis Prentmet Odda ehf.

Starfssvið gæðastjóra er að:

  • Koma á og viðhalda gæðastefnu Prentmets Odda ehf. með stöðugu umbótastarfi.
  • Rýna og framkvæma innri úttektir á gæðastjórnunarkerfinu með reglubundnum hætti.
  • Yfirfara og samþykkja stefnuskjöl og verklagsreglur.
  • Taka afstöðu til frábrigða, sem upp koma við úttektir.
  • Móta fyrirbyggjandi aðgerðir gegn frábrigðum.
  • Sjá til þess að upplýsingum um gæðakerfið sé miðlað til starfsmanna.
  • Gera árlega starfsáætlun vegna gæðakerfis.

Gæðastýring

Prentmet Odda ehf. ætlar að viðhalda gæðakerfinu með rýni stjórnenda, innri úttektum og eftirliti, úrbótum og forvörnum.

Rýni stjórnenda skal framkvæma í þeim tilgangi að fá víðtækt mat á stöðu skjala gæðakerfisins og til að fá fullvissu um að skjöl gæðakerfisins og skipulag þess sé í samræmi við kröfur fyrirtækisins. Innri úttektir og eftirlit á gæðakerfinu skal framkvæma samkvæmt verklagsreglu nr. 10 til að meta virkni þess og sannprófa að sá árangur náist sem stefnt er að. Starfsfólk, óháð þeim þætti starfseminnar eða þeim starfsmanni sem ber ábyrgð á honum, skal framkvæma úttektina.