Selfoss

  • Eyravegur 25, 800 Selfoss

  • 482 1944

  • selfoss@prentmetoddi.is

1. ágúst 2006 keypti Prentmet Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi og breyttist þá nafnið í Prentmet Suðurlands. Í dag ber útibúið nafnið Prentmet Oddi, líkt of höfuðstöðvarnar í Reykjavík. Á Selfossi vinna fjórir starfsmenn. Útibústjóri er Björgvin Rúnar Valentínusson.

Boðið er uppá alla almenna prentþjónustu þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta eru einkunnarorðin.

Prentsmiðjan gefur út Dagskránna sem er öflugt frétta- og auglýsingablað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki á Suðurlandi.

Akureyri

  • Glerárgötu 28, 600 Akureyri

  • 4 600 700

  • akureyri@prentmetoddi.is

Í febrúar 2021 keypti Prentmet Oddi rekstur Ásprents Stíls á Akureyri.  Á Akureyri vinna nú fimm starfsmenn í fullu starfi og er Sveinn Andri Jóhannsson útibústjóri. Prentmet Oddi þekkir vel til rekstrar prentsmiðja utan höfuðborgarsvæðisins en félagið hefur um langt skeið rekið starfsstöðvar bæði á Akranesi og Selfossi.  Boðið er upp á heildarlausnir í prentun á öllum starfsstöðvum allt frá almennu prentverki upp í límmiða, bækur og umbúðir.

Ásprent Stíll var rótgróin prentsmiðja stofnuð árið 1975 af Árna Sverrissyni en rekstur prentsmiðjunnar má þó rekja allt til ársins 1901. Prentsmiðjan hefur því þjónustað íbúa og atvinnulíf á Norðurlandi svo áratugum skiptir og mun gera það áfram. Að öðrum ólöstuðum var það Oddur Björnsson sem lagði grunninn að prentiðnaðinum á Akureyri á sínum tíma. Hann nam prentiðn í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Prentverk Odds Björnssonar stofnaði hann á Akureyri árið 1901. Oddur hafði gríðarlegan áhuga á öllum þáttum prentverks og mikinn faglegan metnað. Hann þjálfaði fjöldann allan af starfsmönnum og lagði ríka áherslu á að fólk hans aflaði sér menntunar á sínu sviði.