
ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.
MIÐLARNIR OKKAR
Prentmet Oddi gefur út Dagskrána – Fréttablað Suðurlands og fréttavefinn DFS.is á Suðurlandi. Miðlarnir eru öflugir og tilvalið auglýsingatækifæri fyrir markaðsfólk.
Dagskránni er dreift á alla helstu þjónustustaði á Suðurlandi ásamt því að fara í blaðakassa á Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkeyri og Eyrarbakka.