Í Prentmet Odda er mjög öflugt félagslíf hjá starfsmönnum og hjá okkur er starfrækt Starfsmannafélag Prentmet Odda sem er öflugt félag. SFPO stendur fyrir margvíslegum viðburðum nokkrum sinnum á ári ásamt því að fyrirtækið sjálft hefur kostað til Jólaballs og sumarferðar ár hvert. Þeir viðburðir sem falla undir hatt starfsmannafélagsins eru árshátíð og jólahlaðborð en einnig eru margvíslegir viðburðir á borð við leikhúsferðir, óvissuferðir, ævintýraferðir, fjallgöngur og grillveislur ár hvert. Markmið félagsins eru að halda uppi öflugu félagslífi og efla samhug starfsmanna.

Prentmet Oddi er fjölskylduvænt fyrirtæki og við höldum uppi þeim merkjum í rekstri starfsmannafélagsins. Viðburðir á vegum SFPO eru aldrei makalausir og sífellt meira er gert af fjölskylduvænum ferðum þar sem börn og makar hafa kost á að taka þátt og vera með í hópnum.

Prentmet Oddi er góður og hress vinnustaður og ánægðir starfsmenn eru okkar besta sönnun um það.

Hægt er að hafa samband við stjórn Starfsmannafélags Prentmet Odda í tölvupóstfangið SFPO@prentmetoddi.is

Stjórn 2019 – 2020

Davíð Gunnarsson
Formaður

Haraldur Örn Arnarson
Gjaldkeri

Brynjar Már Pálsson
Ritari

Pálína Kristín Guðjónsdóttir
Varastjórn