• Helga Björnsson - Hönnunar mars 2023

Prentmet Oddi samstarfsaðili Hönnunar mars 2023

16. maí, 2023|Fréttir|

Prentmet Oddi var samstarfsaðili Hönnunar mars 2023 og sá um prentun á veggspjöldum og pappírsfatnaði sem að  hátískuhönnuðurinn Helga Björnsson hannaði. Viðburður Helgu var haldin á The Roof á Reykjavik Edition Hotel föstudaginn 5. maí sl við góðar undirtektir. Helga er þekkt [...]

Nýr rafmagnssendibíll tekinn í notkun

9. maí, 2023|Fréttir|

Prentmet Oddi hefur fjárfest í nýjum rafmagnssendibíl sem er af gerðinni Peugeot L3, 75 KWH með 330 km. drægni, framhjóladrifinn, sjálfskiptur. Bíllinn er kominn í notkun. Stefnt er að því að rafvæða bílaflotann á næstu árum

Marínó og Björn hefja störf

20. janúar, 2023|Fréttir|

Í vikunni hóf Marínó Önundarson, prentari störf hjá okkur. Marinó er með meistarapróf í prentun og vann í rúman áratug hjá Prentmet og síðan í nokkur ár hjá Ísafold, næst í ferðaþjónustunni við akstur og síðastliðin ár hefur hann starfað við kennslu [...]

Fögnum fjölbreytileikanum

18. janúar, 2023|Fréttir|

Við hjá Prentmet Odda styðjum heilshugar við réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Helga Guðrún, ritstjóri Dagskrárinnar skellti sér í GK bakarí á Selfossi í gær í tilefni hinseginviku Árborgar og keypti gómsætu regnbogarúllutertuna sem bakaradrengirnir í GK [...]

Prentmet Oddi fær sjálfbærnimerki Landsbankans

27. desember, 2022|Fréttir|

Prentmet Oddi ehf. hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans [...]

Ný umbúðavél tekin í notkun

4. október, 2022|Fréttir|

Prentmet Oddi var að að taka í notkun nýja umbúðavél sem getur límt glæra glugga inn í öskjur eins og algengt er á kökuöskjum og fyrir önnur matvæli. Er þetta fyrsta vél sinnar tegundar hér á landi. Með tilkomu vélarinnar opnast ýmsir möguleikar fyrir matvælaframleiðendur [...]

  • Birkifrétt

Prentmet Oddi breiðir út Birkiskóga landsins

26. september, 2022|Fréttir|

Prentmet Oddi er bakhjarl Birkiverkefnisins sem fór fyrst af stað haustið 2020 á degi Íslenskrar náttúru. Átakið fór af stað á sama degi í ár.  Landgræðslan og  Skógræktarfélag Íslands standa fyrir átakinu  og óskað er eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga [...]

Góð stemning í afmælisveislu Prentmets Odda

9. september, 2022|Fréttir|

Prentmet Oddi fagnaði 30 ára afmæli með viðskptavinum og velunnurum 8. september í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Lynghálsi. Veislan var haldin á tveimur hæðum í húsinu og var boðið upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Þeir sem sáu um tónlist voru Ragnheiður Gröndal [...]