Vönduð verk – meiri gæði

Prentvélar skila miklu meiri gæðum en venjulegir prentarar á vinnustöðum eða heimilum. Þess vegna þarf að vanda frágang prentskjala svo útkoman verði sem best.

Við biðjum viðskiptavini okkar að kynna sér vel leiðbeiningar um frágang svo komast megi hjá töfum og aukakostnaði.

Komi gögn á öðru formi en pdf, eða ef gögn reynast ekki vinnsluhæf, getum við lagfært þau verk sem hægt er að laga, gegn gjaldi.

Hönnuður að vinnu

Frágangur prentgripa

 • Miðað er við að gögn komi í pdf-skjali. Ef verk er unnið í einu skjali má skila pdf-skjalinu í einu skjali ef sami pappír er í öllu verkinu. Þegar kápa er á þykkari pappír þarf að skila kápunni í sér skjali og innsíðum í sér skjali. Gera verður ráð fyrir kjalþykkt á kápu miðað við blaðsíðufjölda. Ekki má skila pdf-skjölum í opnum.
 • Myndir þurfa að jafnaði að vera í 300 dpi (dots per inch) upplausn (bestu gæði) en myndir allt niður í 150 dpi er hægt að nota en skoða þarf vel gæði þeirra. Yfirleitt er ekki hægt að nota myndir sem finnast á netinu.
 • Myndir og fletir sem eiga að ná út að skurði síðu þurfa að hafa prentblæði, þ.e. ná 3 mm út fyrir skurðarpunkta.
 • Efni þarf að vera miðjusett á síðum þegar pdf er gerður.
 • Athuga þarf endanlegan blaðsíðufjölda og miða við arkastærð sem er mismunandi (8, 12, 16, 24, 32, 36, 48 bls.) ef menn vilja ekki hafa auðar síður aftast.
 • Velja þarf auðskiljanleg nöfn á skjöl og gæta samræmis, t.d. bls001_016.pdf, bls017_032.pdf o.s.frv.
 • Ef skila þarf inn leiðréttingum eftir að softproof hefur verið gert þarf að hafa í huga umfang leiðréttinga. Ef þær eru bara á nokkrum síðum skal bara skila inn þeim síðum stökum á pdf formi sem leiðréttar voru en ekki allt skjalið aftur. Merkja skal pdf skjölin til samræmis við fyrstu útgáfu, t.d. bls025.pdf o.s.frv.

PSD, JPG, TIFF, EPS og PDF eru þau snið sem við mælum með, en þegar um 4 lit + aukaliti er að ræða í myndum notið þá PSD.

Kerfin hjá okkur varpa RGB myndum sjálfkrafa yfir í CMYK. Athugið, að margendurtekin vistun JPG mynda rýrir gæði þeirra verulega.

Upplausn mynda

300 dpi. er ákjósanleg upplausn fyrir myndir til prentunar og þó hún fari niður í 250 dpi. þá er það yfirleitt í fínu lagi. Myndir úr stafrænum myndavélum hafa komið þokkalega út þrátt fyrir lægri upplausn alveg niður í 150 dpi. Sú upplausn getur verið nothæf en við mælum ekki með því að tekin sé sú áhætta.
Innskannaðar myndir eru viðkvæmari fyrir lágri upplausn.

Samanlögð þekja í CMYK

Samanlögð þekja í fjórlit má helst ekki fara upp fyrir 320%.

Svarthvítar og dúómyndir

Mynd sem skal prentast svarthvít í einum lit á að vista sem grayscale, ekki RGB eða CMYK, og dúótone mynd sem svart + Pantone.

Letur (fontar)

Open Type, True Type og Type 1 (postscript) eru þeir fontar sem við teljum ­öruggasta í notkun og mælum með að viðskiptavinir okkar noti.

Notkun lita

Vinnið myndir í RGB og gætið þess að “prófíll” mynda hangi við.
Ef myndir eru aðeins tiltækar á CMYK formi þá getum við tekið við þeim,
en athugið að röng vörpun yfir í CMYK getur valdið óvæntum niðurstöðum.

Vinnið línuteikningar og önnur vektor gögn í CMYK ef verkið á að prentast þannig,
leyfilegt er að nota RGB í vektor gögn en alls ekki í svartan texta.
Notið Pantone litina í sérlita verkefni.
Undir stóra svarta fleti ráðleggjum við að settur sé t.d. 40% Cyan ef fjöldi prentlita leyfir, til að ná fallegri áferð.

Yfirprentun „overprint“ & Overprint Preview í Acrobat

Overprint skipunin er notuð þegar unnið er með gegnsæi hluta (transparency), og rétt útlit á PDF skrá fæst því ekki nema að velja þennan valkost.
Oft koma hinsvegar upp tilfelli þar sem, fyrir mistök, overprint er á hlutum sem ekki eiga að hafa gegnsæi.
Ef t.d. overprint skipunin er valin á hvítu letri þá hverfur það, þar sem viðkomandi hlutur „prentast“ ofan á það sem undir er í stað þess að tekið sé undan honum.

    

RGB vinnsluferli þýðir það að æskilegt er að allar litmyndir ,sem viðskiptavinir senda til Odda, séu í RGB litrými en ekki cmyk. Þá er bæði átt við lausar myndir og myndir í skjölum. RGB vinnsluferlið er öruggasta vinnsluferlið. Þá þarf viðkiptavinurinn ekki að hafa áhyggjur af því hvaða cmyk prófíl hann á að nota. Oddi velur   réttan  cmyk prófíl eftir því á hvaða pappír verkefni er prentað.  RGB prófílinn þarf að vera hangandi (embedded) við myndirnar. Ekki skiptir máli hvort RGB prófíllinn er sRGB (eða einhver annar myndavélaprófíll), Adobe eða ProPhoto.

Ef myndir eru  sendar  í cmyk litrými er rétt að hafa í huga að því fylgja ýmsar hættur. Útkoma á myndum verður slæm  ef cmyk myndir eru ekki með réttan prófíl miðað við pappírstegund. Þeir cmyk prófílar sem mest eru notaðir í Odda eru; ISO_Coated v2 300%, sem notaður er þegar prentað er á þéttan eða sæmilega þéttan húðaðan pappír og Munken_Lynx_260v4.icm, sem notaður er þegar prentað er á Munken pappír eða annan gljúpan pappír.

Ath: þetta á eingöngu við myndir, ekki texta og vector teikningar.

Tilbúið til prentunar

PDF-skráarform nýtist í margvíslegum tilgangi, t.d. sem stakar auglýsingar, hluti verks, verk í heild sinni, einnig til notkunar á internetinu og sem rafrænar prófarkir sem sendar eru til viðskiptamanns með tölvupósti. Það getur innihaldið alla þætti síðunnar, texta, myndir og letur.

Öruggasta leiðin til að gera PDF skrár til prentunar er að nota hugbúnaðinn Adobe Acrobat. Flest forrit bjóða upp á þann möguleika að vista út sem PDF, en fá forrit geta uppfyllt þær kröfur sem prentiðnaðurinn setur. Adobe Indesign gerir það frá og með útgáfu 2.0.

Stillingarskrár

Samtök iðnaðarins – RGB vinnsluferli

Helstu kostir PDF:

 • Bæði myndir og letur er byggt inn í PDF-skrána, ef hún er rétt gerð.
 • Ekkert óeðlilegt textaflæði getur átt sér stað.
 • Flestar PostScript-villur sem upp geta komið, koma þegar PDF- skráin er búin til en ekki við útkeyrslu á plötu/filmu.
 • PDF-skrár eru í flestum tilfellum minni en PostScript-skrár þar sem búið er að hreinsa burt öll óþarfa gögn.
 • Allar síður eru sjálfstæðar, sem þýðir að auðveldara er að vinna með margra síðna skjöl, t.d. í leiðréttingarvinnu.
 • Hægt er að senda PDF-skrá sem er tilbúin til prentunar á hvaða útkeyrslutæki sem er.
 • PDF-skrár eru mun áreiðanlegri sem skjáprófarkir.
 • Hægt er að læsa PDF-skránum sem þýðir að aðeins þeir sem hafa lykilorð geta opnað skjalið og prentað út.

Helstu gallar PDF:

 • Textaleiðréttingar eru þyngri í vöfum, í flestum tilfellum þarf að fara í upprunalegu gögnin og búa síðan til nýja PDF-skrá af viðkomandi síðu.
 • Skrárnar geta verið á mismunandi gæðaformum, allt frá því að vera í fullum gæðum til prentunar, niður í að vera ónothæfar og allt þar í milli.

Að búa til PDF

Hægt er að senda PDF skjölin á þrjá mismunandi vegu:

1) Síðu fyrir síðu, öruggasta leiðin ef leiðréttingar verða nauðsynlegar. Hægt er að senda hverja síðu um leið og hún er tilbúin, óháð stöðunni á verkinu að öðru leyti.

2) Allt verkið í einu skjali

3) Hver örk sér, 8 – 16 eða 32 síður í skammti.

Það skiptir miklu máli að samræmi sé í skammtastærðum í hverju verki.

Nöfn á skjölum
Mjög nauðsynlegt er að samræmi sé í nafngiftum á skránum.
Hvert verk skal byrja eins og enda á bls.-númerum + .pdf t.d.
Nafn.001.pdf (Verkefni 1 síða 1)
Nafn.001.016.pdf (Verkefni 1 síður 1 til 16).

Mikilvægt er að síður séu miðjusettar á prentfleti
Þegar nota á PDF úr Microsoft office forritum þarf að passa að valið sé „Press Quality“ til prentunar á pdf til að fá sem bestu gæði í PDF fælinn.
Til að ekki komi leturvandamáli þá þarf að velja „Download as softfont“ undir „TrueType Font:“