Prentmet Oddi mun meta og velja birgja sína út frá getu þeirra til að útvega vörur í samræmi við kröfur fyrirtækisins og viðskiptavina þess.

Prentmet Oddi ætlar að standa þannig að innkaupum og birgðahaldi að tryggt sé að keypt vara samræmist tilgreindum gæðakröfum. Einnig að rekjanleiki innkaupa og vöru sé auðveldur, þ.e. að hægt sé að nálgast upplýsingar um hver pantaði vöruna, frá hverjum, hvenær, afhendingartíma, afgreiðslu hennar, verð og fl.