Prentmet kaupir Prentsmiðjuna Odda 7. nóvember 2019. Nafn sameinaðs félags er Prentmet Oddi með aðsetur að Lynghálsi 1 og Höfðabakka 7 fyrst um sinn.

Sameiginlegt félag býður upp á heildarlausnir í prentun þ.e. umbúðaframleiðslu, bókagerð og alla almenna prentun.

Saga Prentmets Odda

2020 – Höfuðstövar sameinaðs fyrirtæki eru í eiginhúsnæði á Lynghálsi 1. Prentmet hafði keypt það húsnæði 2002 og flutt með rekstur sinn. Einnig leigir fyrirtækið 1700 fm á Fosshálsi 25. Útibúin á Akranesi og Selfossi eru rekin með sama hætti. Hluti af vélum eru seldar og keyptur nýrri og hentugri tæknabúnaður.

2021 – Prentmet Oddi kaupir þrotabú Ásprents Stíls á Akureyri í febrúar 2021.

2021 – Prentmet Oddi kaupir elstu stimplagerð landsins, Stimplagerðina ehf. Hún var stofnuð 1955 af Bergi Thorberg prentara og var lengst af til húsa á Vatnsstígnum í Reykjavík. Árið 1976 keyptu fyrrverandi eigendur Stimplagerðina af Bergi og hafa rekið hana síðan. Fyrstu árin á Vatnsstígnum en síðustu 6 árin í Síðumúla 21, Selmúlamegin. Árið 1999 var stimplagerð Félagsprentsmiðjunnar sameinuð Stimplagerðinni.

Saga Prentmets

1992Staðsett á Suðurlandsbraut 50 í bláu húsinum í 100 fm. leiguhúsnæði. Tveir starfsmenn og aðeins boðið upp á forvinnslu.

1995 – Keypt fyrsta offsetprentvélin – (5-lita Man Roland).

1999 – Keypt 1.100 fm. húsnæði í Skeifunni 6

2002 – Flutt í 3800 fm eigin húsnæði að Lyngháls 1.

2003 – Kaup á umbúðaprentvél og vélum til umbúðaframleiðslu þ.e. prentvél, stans- og límingarvél.

2005 – Prentmetskólinn stofnaður

2008 – Vinnur til silfurverðlauna í einni virtustu keppni prentgripa í heiminum. 1.000 prentsmiðjur tóku þátt og Prentmet er fyrsta norræna prentsmiðjan sem vinnur til verðlauna síðastliðin 5 ár.

2008 – Efnahagshrunið: Farið í fjárhagslega endurskipulagningu, hagrætt og skorið niður í mannskap, sameinaðar deildir og byrjað að straumlínulaga reksturinn.

2011 – Svansvottað fyrirtæki.

2019 – Starfsmannafjöldi 100 manns

Kaup Prentmets á fyrirtækjum

1995 – GÓ prent
1995 – Prentverk Skapta Ólafssonar
2000 – Prentberg
2000 – Prentverk Akranes
2001 – Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar
2002 – Íslenska Prentsmiðjan
2003 – Félagsbókbandið Bókfell
2004 – Prentsmiðja Friðrik Jóelssonar
2005 – Prentsmiðjan Roði
2006 – Prentsmiðja Suðurlands / Dagskráin
2007 – Prentsmiðja Hafnarfjarðar
2018 – Eigendur Prentmet kaupa 50% hlut í Umbúðum & ráðgjöf
2018 – Prentlausnir
2019 – Prentsmiðjan Oddi
2021 – Ásprent
2021 – Stimplagerðin

 

Saga Odda

1943 – Oddi stofnað 9. október af Finnboga Rút Valdimarssyni og Baldri Eyþórssyni með aðsetur í Freyjugötu 41. Nafn Odda er sótt til Odda á Rangárvöllum sem var þekkt lærdóms- og höfðingjasetur til forna.

1944 – Oddi flytur 1. janúar starfsemina í leiguhúsnæði að Grettisgötu 16. Árið 1946 eignaðist Oddi það hús. Ári síðar voru fest kaup á Sveinabókbandinu, enda ljóst að mikið hagræði fylgdi því að reka bókband í tengslum við prentverkið. Sveinabókbandið var sérstakt fyrirtæki allt til ársins 1971 þegar starfsemin var sameinuð Odda.

1958 – Fyrsta vélin keypt 19. mars sem prentaði á tölvupappír.

1968 – Oddi fagnar 25 ára afmæli 19 mars og flytur í kjölfarið á Bræðraborgarstíg 7 vegna aukinna umsvif

1979 – Enn ein tækninýjungin var innleidd á síðari hluta 8. áratugarins þegar tölvur tóku við af setningarvélunum. Oddi var í fararbroddi sem fyrr og forysta fyrirtækisins á markaðnum jókst enn. Aukin umsvif kölluðu á stærra húsnæði og þegar hentug lóð fékkst fyrir prentsmiðjureksturinn á Höfðabakka 7 var ákveðið að reisa þar húsnæði sem sniðið væri að þörfum fyrirtækisins. 25. ágúst var fyrsta skóflustungan tekin að húsinu og einungis 20 mánuðum síðar var öll starfsemi Odda komin á Höfðabakkann.

1980 – Um þetta leyti urðu kynslóðaskipti í stjórnun Odda þegar frumherjarnir féllu frá með skömmu millibili. Stjórnarformaðurinn Gísli Gíslason lést 1980, Baldur Eyþórsson 1982 og Björgvin Benediktsson 1984. Þorgeir Baldursson tók við prentsmiðjustjórninni og Benedikt Björgvinsson og Haraldur Gíslason settust í stjórn með honum. Uppbyggingin hélt áfram í anda frumherjanna. Keypt var fjögurra lita prentvél fljótlega eftir flutningana sem gerbreytti prentvinnslunni.

1992 – Fimm lita vél keypt og innleiddi Oddi Scitex tölvukerfið sem var eitt hið fullkomnasta sem völ var á í heiminum. Oddi var á þessu tíma tvímælalaust orðin ein fullkomnasta og fjölhæfasta prentsmiðja á Norðurlöndum. Starfsemin varð líka stöðugt fjölhæfari og teygði anga sína út fyrir landsteinana.

1989 – Nýtt fyrirtæki, Oddi Printing, stofnað í New York. Á tímabili rak Oddi einnig bókaverslanir Eymundsson, bókaútgáfurnar Þjóðsögu og Örn og Örlyg og eigin ritfangaverslanir.

2008 – Stór áfangi náðist þann 1.október í að gera Odda að alhliða fyrirtæki í prent- og umbúðaþjónustu þegar prentsmiðjureksturinn var sameinaður starfsemi Gutenbergs og umbúðavinnslu Kassagerðarinnar.

2013 – Plastprent – sem stofnað var árið 1957 og hafði lengi verið leiðandi á sviði plastumbúða – sameinast Odda. Með þessari sameiningu varð til öflugt íslenskt fyrirtæki á umbúðamarkaði með mikla reynslu ríflega 300 starfsmanna.

2015 – Oddi ehf. var frá 1. janúar 2006 rekin undir eignarhalds- og fjárfestingarfélaginu Kvos ásamt framleiðsluhluta fyrirtækisins sem þá var rekinn undir nafninu Opm (Oddi prentun og miðlun) auk fjárfestinga erlendis. Þann 1. júní 2015 sameinast svo fyrirtækin þrjú aftur í eitt, þá Oddi prentun og umbúðir.

2019 – Prentmet ehf. sem hefur verið einn helsti samkeppnisaðili Odda kaupir Prentsmiðjuna Odda. Sameiginlegt fyrirtæki heitir nú Prentmet Oddi.