Bókin var brotin um og prentuð hjá Prentmeti. Í bókinni sem er 720 blaðsíður með 800 ljósmyndum er saga Ungmennafélags Íslands rakin frá stofnun hreyfingarinnar til dagsins í dag. Þá er ítarleg umfjöllun um landsmótin 25 sem Ungmennafélagið hefur haldið um allt land, ásamt umfjöllun um unglingalandsmótin en þau hafa verið haldin 10 sinnum. Sérstakur kafli er um Þrastaskóg í Grímsnesi en Ungmennafélagið hefur átt þann skóg frá 1911, sem er að verða eitt af glæsilegustu útivistarsvæðum landsins. “Ég er mjög ánægður með bókina og hversu vel hún var unnin hjá Prentmet. Hjá fyrirtækinu er fagfólk af bestu gerð, sem stóð sig frábærlega í alla staði”, sagði Jón. Formlegur útgáfudagur bókarinnar verður fimmtudaginn 29. nóvember en þá mun forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson taka við fyrsta eintakinu. Bókin verður síðan til sölu í öllum helstu bókaverslunum fyrir jólin.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Örvar Guðmundsson, viðskiptastjóri Prentmets (t.v.) afhentir Jóni M. Ívarssyni eintak af bókinni.