Íslenskur prentiðnaður hefu vaxið og dafnað með árunum og hann tekur stöðugum tæknibreytingum. Prentgeirinn þróaðist ört í lok 20. aldarinnar þegar tölvuvæðingin átti sér stað og er nú svo komið að nánast öll forvinnsla prentverks er unnin í tölvu og stafrænar prentvélar hafa litið dagsins ljós.

Prentmet ehf. er nútímaleg prentsmiðja sem hefur hraða, gæði og persónulega þjónustu í fyrirrúmi. Við fylgjum straumum og stefnum íslenska prentgeirans og temjum okkur nýjustu tækni og fagmannleg vinnubrögð eins og best hentar viðskiptavinum okkar.